Stórasúla
Þegar sandurinn er að baki og komið er að Stórkonufelli er litið um öxl til skarðsins milli Stórusúlu og Súluhryggja þar sem komið var niður á sandinn. Þá má sjá ef vel er að gáð og skyggni gott alla leið á Háskerðing og jafnvel upp í Hrafntinnusker sem núna er næstum tvær dagleiðir til baka.