Stórkonufell
Íslensk örnefni eru alveg makalaus stundum. Þetta er svo myndrænt og magnað að maður sér fyrir sér allar stóru og miklu konur sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að heilu fjöllin eru skírð eftir þeim. Hvort þetta eru tröllkonur eða mennskar kjarnakonur úr byggð eða óbyggð er áfram leyndardómur en hugarfluginu verða engin takmörk sett.