Stórasúla og Kaldaklofskvísl
Þegar komið er í skarðið eftir Klámbrekkurnar sést yfir á Stórusúlu og Kaldaklofskvísl. Farið er yfir ána þar sem hún er breiðust og ber beint í fjallið. Áin er frekar straumhörð og er Kaldaklofskvísl næstum réttnefni því það er ekki langt í að kæli ærlega á manni klofið. Þegar yfir ána er komið er stefnt í skarðið sunnan megin við fjallið og komið Þar út á sandinn við Innri Emstruá.