Drottning sunnlenskra fjalla
Hekla er tvímælalaust eitt af tignarlegri fjöllum landsins. Hún gnæfir yfir suðurland ægifögur í stærð sinni og sést allstaðar að og enginn efast um tign hennar og hlutverk sem drottning fjallanna en drottningarhlutverkinu deilir hún með Herðubreið fyrir norðan og má varla á milli sjá hvor þeirra er glæsilegri.