|
Afhýðið lauk, saxið smátt og steikið þar til hann verður mjúkur.
2 msk tómatmauk
1 dós tómatar
1 lítri vatn
11/2 grænmetisteningur
1 tsk picanta
1/2 tsk svartur pipar
1/2 tsk basilikum
Bætið tómatmauki og tómötum saman við ásamt vatni og tilheyrandi kryddi. Látið súpuna sjóða við vægan hita í 15 mínútur.
200g ostanúðlur
1 dl rjómi
100 g rjómaostur
50 g gráðaostur
Bætið þá rjóma, osti og núðlum saman við og sjóðið áfram við vægan hita þar til núðlurnar eru soðnar og osturinn bráðnaður.
Berið súpuna strax fram með hvítlauksbrauði.