Hér fyrir neðan er umfjöllun um hjátrú
Íslendinga á ýmsum sviðum, einkum þeim sem
tengjast náttúrunni á einhvern hátt. Þetta
á að geta nýst landvörðum í starfi og
tengja saman náttúru og þjóðtrú.
Enn sem komið er hef ég fært inn aðeins þrjú
atriði en hugmyndin er að færa inn öll þau atriði
sem finnast í listanum hér fyrir neðan (og er hann aðeins
hluti þeirra atriða sem finnast í bókinn eftir
Símon).
Heimild
Stóra hjátrúarbókin
eftir Símon Jón Jóhansson
Auðnutittlingur
Baldursbrá
Beitilyng
Blóðberg:
-
Lækningarmáttur: Lengi
hafa menn haft trú á lækningarmætti blóðbergstes,
þ.e. seyðis af blóðbergi, sem soðið er drykklanga
stund og vissulega hefur það hressandi áhrif. Sumir
telja blóðbergste gott við timburmönnum, höfuðverk,
tíðateppu, þvagstemmu, flogaveiki, kvefi, harðlífi,
hjartveiki og svefnleysi. <...>
-
Hreinlæti: Það tíðkaðist
áður fyrr að leggja blóðberg í fatakistur
eða hafa það inni í húsum til að bæta
lykt.
-
Tákn: Áður fyrr settu
þýskar brúðir blóðberg í skó
sinn fyrir brúðkaupið enda var jurtin talin tákn
tryggðar og undirgefni <sbr. ganga með grasið í skónum...>
Blóm
Brönugras
Einir
Fálki
Fífill
Fjandafæla
Fjögurra blaða smári
Flugur
Freyjugras
Gleym-mér-ei
Gras af kirkjuþaki
Hestar
Himbrimi
Hrafnaklukka
Hrossagaukur
Hunang
Kettir
Kjói
Kóngulær
Kría
Krossmaðra
Lóa
-
Upprunasaga: Sagan segir að lóan
hafi ekki verið sköpuð í öndverðu eins og
flestir aðrir fuglar. Þegar frelsarinn var barn var hann
einu sinni að dunda sér við að búa til leirfugla
að gamni sínu ásamt öðrum gyðingabörnum.
Kom þá að börnunum Sadúsei nokkur og
skammaði þau fyrir að búa til fuglana á sabbatsdegi
og ætlaði að eyðileggja þá. Þá
brá frelsarinn hendi yfir leirfuglana og flugu þeir þá
upp og sungu: "Dýrðin, dýrðin."
-
Upprunatengsl við manninn: Það
er gömul trú að lóan fari ekki burt af landinu á
haustin heldur sofi í klettasprungu þar til vorhlýjan
veki hana að nýju. Hefur hún þá laufblað
í nefinu og taki menn það af henni deyr hún.
En það er einnig hægt að taka lóuna í
þessu ástandi og fara með hana inn í hlýtt
hús og lifir hún þá af og vakir til vors.
Sagt er að maður nokkur hafi gengið fram á sjö
sofandi lóur í klettasprungu snemma vetrar. Allar höfðu
þær laufblað í nefi. Maðurinn tók
laufblaðið af einni lóunni. Vorið eftir fór
hann og vitjaði lóanna, þá voru sex þeirra
flognar burtu en visin laufblöðin lágu eftir. Lóan
sem maðurinn tók laufblaðið af var aftur á móti
dáin. Fyrir þessa synd mannsins er sagt að Drottinn
almáttugur hafi lagt það á menn að öll
börn skyldu fæðast með bryggði í hjarta og
þess vegna gráta ungbörn þegar þau
fæðast.
Lómur
Maríuerla
Maríustakkur
Maríuvöndur
Mávur
Mjaðjurt
Músarrindill
Nautgripir
Óðinshani
Reynir
Rjúpa
Rósir
Sauðfé
Selur
Skarfur
Skjór
Skógarþröstur
Smyrill
Snjótittlingur
Sortulyng
Spói
-
Veður: Um spóann er sagt
að þegar hann langvellir eða hringvellir á vorin sé
öllum vetrarhörkum lokið en ekki fyrr:
-
Ógæfa: Í
Noregi var til sú trú að dritaði spói á
karlmann við slátt brotnaði ljárinn hjá honum
áður en langt um liði. Yrði kona fyrir dritinu
brotnaði hrífan.
Steindepill
Surtarbrandur
Súla
Svala
Svanur
Svartbakur
Sýkisgras
Tágamura
Teista
Tjaldur
Tómatar
Tungl
Ugla
Umfeðmingsgras
Vallhumall
Veður
Þjófarót
Þrætugras
Önd
Örn