Venus
skýjaða plánetan
Lengi vel vissu menn lítið um venus. Hún sést
reyndar afar vel frá Jörðinni, en magnaðir sjónaukar
síðustu alda færðu okkur litlar frekari upplýsingar
um þennan bjartasta nágranna okkar. Plánetan
er hjúpuð of þéttu skýjaþykkni til
þess að hægt sé að greina með nokkru móti
hvers eðlis yfirborð hennar er. Hún er því
gjörólík Merkúri að þessu leyti, því
Venus er með afar þykkan lofthjúp. Hann er tæplega
hundrað sinnum þéttari en á Jörðinni!!
Hann samanstendur aðallega af koltvísýringi, svo að
þar er erfitt að anda. Það skýrir
reyndar hvers vegna hún sést svona vel frá Jörðinni,
því skýin endurvarpa mjög vel sólarljósinu
sem lendir á henni. Venus er eins og svífandi spegill.
En hvað skyldi nú vera undir skýjaþykkninu?
Menn ályktuðu að fyrst skýjaþykknið væri
svona mikið þá væri hægt að reikna með
töluverðu vatni, jafnvel að plánetan væri einn
fljótandi sjór. Kannski væri líf á
Venusi, vegna þess að sjórinn er afar lífvænlegt
umhverfi. Menn kölluðu Venus því systur Jarðar.
Hún virkaði svo lífvænleg.
Á sjötta áratugnum kom ýmislegt nýtt
í ljós sem braut í bága við þessa
draumóra. Hitastig plánetunnar var vel yfir suðumarki
vatns!! Þetta var fyrsta áfallið, og stuttu seinna
(1962) staðfesti geimfarið Mariner að Venus var eins og bræðsluofn,
um það bil 475 gráða hita
lék um plánetuna alla, jafnt að nóttu sem degi,
og á suður og norðupólunum. Með eins þétt
loft og raun bar vitni, og þvílíkan hita, þá
var ljóst að Venus var langt frá því að
vera sú paradís sem menn dreymdu um.
Hvernig skyldi standa á því að Venus er heitari
en Merkúr þrátt fyrir að vera lengra í
burtu frá sólinni en hún? Ástæðan
fyrir þessu er sú að lofthjúpurinn er of þéttur
til að hleypa hitanum út aftur. Hann lokast inni í
eins konar bræðsluofni of þétts lofthjúps.
Það ætti að vera okkur Jarðarbúum víti
til varnaðar, því Venus er ekkert annað en öfgakennt
dæmi um gróðurhúsaáhrif.
Skýjafarið sem okkur þótti benda til þess
að vatn væri að finna innsiglaði plánetuna sem
hreinasta helvíti. Skýjahulan olli því
einnig að þessi bjarta pláneta, sem allir þekkja
með berum augum af Jörðinni, sést ekki sem slík.
Skýin sem endurvarpa ljósinu svo vel bregða á
sömu stundu skikkju yfir plánetuna og fela hana fyrir nærgöngulum
geimkönnuðum.
Með hjálp örbylgna var síðar meir hægt
að rannsaka yfirborð Venusar án þess að beinlínis
sjá það. Það sem í ljós
kom vakti undrun, því plánetan snýst einn hring
í kringum sjálfa sig á 243 dögum. Í
sjálfu sér er ekkert undarlegt að sólarhringurinn
skuli vera svona langur, en þar sem Venus fer í kringum sólina
á 225 dögum þá kemur upp sú einkennilega
staða að sólarhringurinn á
Venusi er lengri en árið!! Og ekki nóg með
það, heldur snýst Venus um sjálfa sig
réttsælis, en ekki rangsælis eins og allar aðrar
plánetur!!
Venus er bjartasta
fyrirbæri himinsins, ef við lítum fram hjá
sól og tungli, þökk sé þeirri staðreynd
að hún er nær Jörðinni en nokkur önnur pláneta
(aðeins 100 sinnum lengra í burtu en tunglið) og endurvarp
sólarljóssins af skýjahjúpi hennar er geysimikið.
En fáum hefði dottið í hug að þessi kunningi
okkar lumaði á svo mörgum óvæntum uppákomum
eins og raun bar vitni.
1. Hvaða
fyrirbæri á himninum eru bjartari en Venus?
2. Hvað er
Venus langt í burtu frá Jörðinni?
3. Af hverju
er Venus svona björt?
4. Af hverju
þekkjum við Venus svona lítið?
5. Hvers vegna
er Venus heitari en Merkúr?
6. Hversu heit
er Venus?
7. Hvað eru
sólarhringurinn og árið löng á Venusi?
8. Hvernig snýst
Venus um sjálfa sig?
9. Af hverju
var Venus kölluð systir Jarðar?
til baka á aðalsíðu