Hver er ég?
 
 Þorsteinn Guðni Berghreinsson
Fæddur 18.mars 1972
Í Breiðholtinu
 
steinib@islandia.is
Námsferill:  
  • Grunnskóli  (til 1988) - Seljaskóli
  • Myndlist + alm. nám (1988-1992) - F.B. 
  • Spænska (1992-1993) - H.Í.
  • Mannfræði - B.A.nám (1993-1997) - H.Í.
  • Myndvinnsla/Photoshop (2000) - Opni Listaháskólinn 
  • Kennararéttindanám (2002-4) - K.H.Í. 
  • Söng- og tónlistarnám (2003-4) - Tónlistarsk. Mosfellsbæjar
Mótandi störf:  
  • verkamaður 
  • dagskrárgerðarmaður 
  • kennari 
  • stuðningsfulltrúi fatlaðra.  
  • landvörður
Helstu "heimili" erlendis:  
  • Hastings, Engl. (sumar 1988) - 1 mán. Tungumálanám
  • Odense, Danm. (sumar 1992) - 2 mán. Norddjobb
  • Salamanca, Sp. (sumar1993) - 1 mán. Tungumálanám
  • Skagen, Danm. (sumar1995) - 2 mán. Norddjobb
  • Belfast, N-Írl. (veturinn 1997) - 5 mán. Erasmus-nemi.
Helstu "heimili" hérlendis:  
  • Mývatn (sumar 1997) 
  • Jökulsárgljúfur (sumrin 1998 & 1999) 
  • Hella (Veturnir 1998-2000) 
  • Skaftafell (sumarið 2003)
Þar fyrir utan hef ég aðallega búið í Reykjavík ( í þessari röð: "Bakkarnir", Seljahverfi, Gafarvogur, "Bakkarnir" aftur, Seláshverfi, Grettisgata og loks Vesturbærinn) 
 
Hugðarefni mín eru mörg.  Indverskt grænmetisfæði,  tedrykkja, söl og heimalagað jógúrt einkennir neyslu líkamans.  Klassísk tónlist með Sibelius, Ravel, Glass og Zelenka í öndvegi ásamt tilraunakenndri tónlist poppgeirans.  Þar getur að líta Bowie, Pixies, Pavement, Bítlana, Brian Eno og fleiri tónkönnuði.  Myndlist er allt í kring, - dútla við það sjálfur og les mér einnig til dundurs í bókum Gombrich. Tungumálapælingar, þekkingarfræði og alþýðleg raunvísindi (eins og Asimov matreiðir þau) fylla frítíma minn margfalt. Fyrir utan þetta er alltaf gott að týnast á röltinu um stræti og torg eða uppi á heiði.