Myndin er gervileg, skuggar flatir - og til að bæta gráu ofan á svart reyndi ég að bjarga henni með því að taka hana alla aðeins úr fókus. En ástandið batnaði ekkert við það. Við þurfum að fara aðra leið. Ef við kíkjum einu sinni enn á myndina er rauði liturinn kannski hennar helsta vandamál. |
Þessu er reddað á einfaldan hátt. Við drögum úr litamagni þessa helmings myndarinnar (Hue and Saturation). Pössum að ganga ekki of langt. Við það er myndin þó nokkuð mikið betri og í raun nokkurn veginn í lagi. En ég vil sjá betur þessa hillusamstæðu sem virðist vera að falla á hliðina. |
|
Ég dreg því fram verkfæri sem kallast "Dodge"
og lýsir upp þær myndeiningar sem bendillinn fer yfir
(rétt eins og verið væri að pússa myndin).
Ég vel mér hæfilega stóran "skrúbb" (sjá:
Windows/ Show Brushes) og fer varlega yfir útlínur hillusamstæðunnar.
Einnig lýsi ég upp bækurnar í hillunni og skúffurnar
niðri. Þyngd bókanna verður því meira
áberandi sem áhrifaþáttur í pendúlsveiflu
hillusamstæðunnar. Nú sitja bækurnar þyngra
í hillunni sem hallar verulega samanborið við línu
veggjarins.
|
|