Íslenska er að verða tískufag meðal áhugamanna um annarlegar tungur. Sífellt fleiri útlendingar sækja landið heim í þeim tilgangi að tileinka sér menningu lands og þjóðar, og í réttu hlutfalli við það færist í vöxt útflutningur þjóðarinnar í formi tungumálsins. Það þykir því ekki lengur einsdæmi að fyrir finnist þeir menn úti í heimi er kunna íslensku máli nokkur skil. En Íslenska er afar erfitt tungumál. Málfræðin er margslungin, orðaforðinn forn og óvenjulegur og til að setja punktinn yfir i-ið bætist við agaleysi þjóðarinnar, sem lýsir sér í losaralegri tryggð við reglurnar. Þó að málfræðireglur Íslenskrar tungu séu margar, eru undantekningarnar engu að síður áberandi. Að þessu leyti sker Íslenskan sig úr meðal annarra reglubundinna mála eins og Þýsku og Latínu. Þegar tekist er á við það feiknarlega verkefni að læra Íslensku blasa því við ótalmörg fínleg blæbrigði sem fara fram hjá annars vönduðum málvísindaritum sem til eru um tungumálið. Þessi blæbrigði eru það háð máltilfinningu okkar sem málið tölum að erfitt er að henda reiður á þeim með einföldum eða flóknari reglum. Eitt það atriði sem vafist hefur hvað helst fyrir erlendum málnotendum er notkun miðmyndar. Miðmynd, í stuttu máli, þekkist formfræðilega á endingunni -st (svo lengi sem ekki er um lýsingarorð í efsta stigi að ræða). Hér eru nokkur dæmi um sagnir í miðmynd: Tilfinningin fyrir notkun og merkingu miðmyndar er íslendingum svo eðlileg og sjálfgefin að ástæðulaust hefur þótt að fara í saumana á notkun þeirra með fræðilegum hætti. Notagildið hefur einfaldlega ekki reynst nógu mikið með slíkri greiningu, enda er hún mjög vandmeðfarin. Fyrir vikið eru málvísindalegar skýringar miðmyndar af skornum skammti. Til er ýmiss konar umfjöllun um þennan anga íslenskrar tungu, en öll hefur hún reynst óhagnýt eða beinlínis villandi fyrir aðra en vel menntaða málvísindamenn, svo að ekki sé talað um erlendan málnotanda sem fyrst og fremst sækist eftir tilfinningu fyrir notkun og merkingu málsins fremur en fræðilegum samanburði við önnur mál. Nákvæmar fræðilegar úttektir er lúta að sögu og þróun miðmyndar, góðar og gagnlegar sem þær eru á sínu sviði, en ná engan veginn til markhópsins sem vill tileinka sér hversdagslega notkun íslensku sem erlent tungumál. Einfaldar lýsingar á merkingu og notkun miðmyndar eru það sem sóst er eftir. Þær eru sannarlega til, og hafa hingað til reynst mörgum haldreipi hingað til, en þær fara hins vegar reynst grunnar fyrir vikið. Þær beinlínis líta í einfaldleika sínum fram hjá þeirri dýpt máltilfinningar sem býr að baki miðmyndinni. Í stað þess að lýsa tilfinningu sem menn hafa fyrir miðmyndinni hefur verið reynt að miðmyndina upp í töflur. Þannig er farið á mis við raunverulega lifandi tilfinningu með stífelsi reglunnar. Það er nákvæmlega það sem reynt er að forðast hér á eftir með framsetningu er byggir á máltilfinningu og jafnframt þeirri hugmynd að miðmynd sé ekki frosinn veruleiki. Miðmynd er ekki afmarkað fyrirbæri sem hægt er að ramma af heldur er það sköpunarferli. Það er nefnilega hægt að búa til sífellt ný og ný miðmyndarorð sem byggir á tiltölulega einfaldri en margslunginni hugsun. Með þau forréttindi að hafa í farteskinu hvort tveggja í senn tilfinningu fyrir merkingu móðurmáls míns og á sama tíma grundvallarþekkingu á málvísindum langar mig því að takast á við þetta verkefni. Ég notast við eigið innsæi sem megin leiðarljósið, en færi það fram skipulega í anda þeirra viðteknu reglna og venja sem málvisindamenn kannast við. Niðurstaðan verður því fræðilega held, en fyrst og fremst skiljanleg og hagnýt. Hana byggi ég á eigin reynslu af óformlegri kennslu íslensku til handa erlendum áhugasömum vinum og félögum sem eru að læra íslensku sem erlendi mál og hafa borið borið þennan vanda upp aftur og aftur. Verkefnið er því svar við raunverulegri eftirspurn, viðbrögð við raunverulegri þörf á skilningi Í ofangreindum flokkunarkerfum sem málfræðirit notast við verða fjölmörg orð útundan. Það er gaman að taka þau fyrir sérstaklega. Tökum dæmi. Samkvæmt viðtekinni flokkun eru til fjórar gerðir miðmyndarorða. Það sem einkennir orð allra þessara fjögurra flokkar er að þau hafa skýra merkingu sem germyndarorð (Að mata, læða, faðma, kyssa, ferma, eyða, hressa, grenna). Þau taka hins vegar á sig breytta merkingu með -st endingunni, með ofangreindum hætti. Til að geta gert grein fyrir hinum ólíku flokkum er nauðsynlegt að rekja sig frá germyndarsögninni yfir í miðmyndarendinguna og umskrifa hana yfir á það form sem að skýrir út merkinguna og þar með flokkinn. Þannig greinast flokkarnir fjórir:Í fyrsta lagi eru það afturvirk miðmyndarorð (reflexive), eins og orðin "að matast" eða "að læðast". Merkingin er sú að gerandinn og þolandinn er hinn sami. Maður matar "sig" eða læðir "sér", í bókstaflegum skilningi.
Gaman er að skoða þetta flokkunarkerfi og taka einhverja
sögn af handahófi og skoða hvað gerist ef við prófum
að máta hana við hópana fjóra. Tökum
bara sagnorðin í setningunni hér á undan: Skoða,
taka, gerast, prófa og máta.
Getum við sagt skoða sig eða sér í afturbeygðri merkingu? Við skoðum okkur sjálf, en einhverra hluta vegna segjum við aldrei skoðast í því samhengi. Hvernig væri að prófa? "Ég ætla að skoðast í speglinum". Nei. Virkar ekki sem afturbeygð. Þá prófum við næst gagnvirkar sagnir. Segjum við "hundarnir skoðuðust þar sem þeir mættust". Nei. Virkar ekki. En þolmyndarmerkingin? "Það verður að skoðast" Eða "Í upphafi skyldi endirinn skoðast". Að vera skoðaður. Já. Virkar vel á mig. Að lokum, er framvindumerkingin möguleg? Þar sem
skoðaður er ekki lýsingarorð gengur það ekki
upp. Hlutur getur ekki færst yfir í það ástand
stig af stigi að verða skoðaður.
Er merkingin hér: að taka sig??
... eða er það eitthvað allt annað óskylt germyndinni að merkingu). Hér er athygisvert að benda á skyldleika sem þessi miðmynd kemur upp um milli sagnorðanna taka og ganga vel (þ.e. "take" og "succeed")
gera + st (er það gera sig, gera hver annan, vera gerður, eða verða gerður?) Eða ný merking? Hér sjáum við skyldleika milli "do" og "happen". prófa + st (er það prófa sig, prófa hver annan, vera prófaður, eða verða prófaður?) Er það yfirleitt til í miðmynd? máta + st (máta sig, máta hver annan, vera mátaður, verða mátaður (lo)) Það er hægt að halda endalaust áfram að leika sér með þetta. Til dæmis, í skák, þá væri mögulegt að segja "Ég mátaðist" í merkingunni "ég var mátaður". Það myndi skiljast þó það sé óvenjulegt. Það sama er hægt að segja um prófa í gagnvirkri merkingu "þeir prófuðust" í merkingunni "þeir reyndu í þolrifin hvor á öðrum". Það er hægt að leika sér endalaust með miðmyndina. Hún er sköpunarferli, en ekki eitthvað sem hægt að flokka og afmarka. Hugsunarferlið er það sem skiptir máli, en ekki flokkarnir. |
Við þurfum ekki nema að skoða flokkunarkerfið lítillega til að sjá að fjöldinn allur af sögnum ögra þessu kerfi rækilega. Sumar þeirra falla vart undir neinn flokk (og hafa í sumum flokkunarkerfum verið sett í "ruslakistu fimmta flokks"). Önnur virðast liggja á mörkum flokka og eru skýr dæmi um skyldleika milli þeirra. Aðrar sagnir hafa tvær eða fleiri merkingarmyndir; sem eru skyldar en aðgreindar; og falla því skýrt undir nokkra aðgreinda flokka samtímis. Enn aðrar hafa enga germyndarmerkingu, en skýra miðmyndarmerkingu. Og svo mætti áfram telja. Ekki að undra að margur útlendingurinn hafi mætt vegg með þeim fáu lítt upplýsandi reglum sem til voru og jafnframt skilningsleysi hjá okkur hinum sem finnst tilfinningin fyrir fyrirbærinu svo sjálfgefin. Þessa brú á milli reglna og tilfinningar er það sem ætlunin er að brúa. Vinnuaðferð: Ég byrja á því að gefa mér safn af miðmyndarorðum. Hvaðan orðaforðinn kemur er vandamál út af fyrir sig sem óþarfi er að velta sér upp úr hér, enda er ekki ætlunin að sýna hvernig öll miðmyndarorð virka, heldur fyrst og fremst hugsunina að baki þeim. Þau orð sem ég hef til umráða (og er ætlunin að sé sæmilega tæmandi) flokka ég með þeim hætti að ég gef mér germyndina, miðmyndina og skoða merkingu hennar út frá því hvernig ég get umskrifað hana (eins og ég gerði hér að ofan). Víða kem ég til með að mæta fyrirstöðum, en einmitt þar sem reglurnar halda ekki er spennandi að staldra við og skoða. Þar er drepið niður fæti á óvenjulegri grundu, því horft er á hversdagslegan hlut af markvissum óvenjulegum sjónarhóli. Hérna gerast safaríku hlutirnir sem verkefnið gengur út á. Að finna hið ósýnilega. Til s&yacu> Transfer interrupted!ðmynd er þeim sem ekki býr við þann munað að skilja hana tilfinningalega ætla ég hér að lokum að sýna nokkur dæmi um það hvernig miðmynd er skoðuð. Hin skýrt aðgreindu flokkar, sem ég gaf upp að ofan, skarast á alla kanta í mörgum tilvikum. Framsetning er eftirfarandi:
Allir fjórir möguleikarnir, sem áður sýndust
svo skýrt aðgreindir, eru býsna nánir eftir allt
saman. Fyrsti möguleiki gengur hiklaust upp. Við "tikkum" því
við afturbeygðu merkinguna. Annar möguleikinn er einnig hugsanlegur,
en ekki notaður. Við myndum segja miklu heldur "að AÐLAGAST
hvor öðrum". Það myndi fela í sér miðmyndarsögnina
og því engin lausn í sjálfu sér. Gagnvirka
samhengi hennar er orðið aukaatriði. Þriðji möguleikinn
er þolmyndarmerkingin. Þó svo að orðalagið
sé hálf kyndugt er ekki loku fyrir það skotið
að sjá miðmyndarmerkinguna sem þolmynd. Að aðlagast
getur nefnilega falið í sér ómeðvitað
ferli sem gerandinn beinir ekki að sjálfum sér markvisst.
Fjórða merkingin er ögn langsóttari en náskyld.
Hún er nánast innifalin í þessu tilfelli í
þolmyndinni, vegna þess hve náskyld lýsingarorð
og lýsingarháttur þátíðar eru. Fjórði
möguleikinn er því í raun umorðun á
þeim þriðja. Ef við stöldrum ögn frekar við
sjáum við enn fremur að merkingin fer þó nokkuð
eftir því hvaða form miðmyndin tekur. Þegar
sögnin er í miðmyndarformi (aðlagast) er merkingin
mun nær því að vera þolmynd, á meðan
við værum líklegri til að kjósa afturbeygða
formið til að ná þeirri merkingu fram. Samkvæmt
máltilfinningu myndi ég ekki meðvitað "aðlagast"
heldur "laga mig að einhverju" eða bæra orðinu "að
reyna" inn í, "að reyna að aðlagast". Þetta þrennt
hefur allt ólíka merkingu. Miðmyndarmerkingin felur í
sér árangur, niðurstöðu, verknað sem er
óháður geranda. Maður bara aðlagast, hvort sem
manni líkar betur eða verr, ef nógu lengi er dvalist
við á sama stað. Hins vegar er hægt að vera meðvitaður
um þörfina að ná þessum tiltekna árangri.
Þá er reynt að "aðlagast", og það felur
í sér að viðkomandi "lagar sig að e-u". Miðmyndin
getur innfalið afturbeygða merkingu, en sú merking er mun
veikari en þolmyndarmerkingin (eða framvindukenningin sem er
ögn langsóttari). Ef þetta yrði sett fram á
einfaldan hátt, mætti gera það svona: LAG (no.)
= shape, form. LAGA (v.) = to shape, to mould LAGA SIG að e-u = To
adapt to something (lit.: to shape oneself to fit something) A) SIG = indicates
the (conscious) effort of trying to adapt. B) -ST = merging with something.
A successful, even passive, adaptation. Þetta er margslungin sögn
sem blandar saman flokkum rækilega. Skoðum næst eitthvað
einfaldara.
Merkingarlegur munur á þolmynd og framvindusögnum
er svo til enginn hér, og við fjöllum um þær
báðar (sem mun oftar) undir einum hatti þolmyndarsagna.
Gagnvirka merkingin er hugsanleg, en ekki notuð að jafnaði.
Sama máli gegnir um þolmyndina. Undir fáum kringumstæðum
eru menn þolendur í þeim verknaði að fækka
fötum. Samhengið myndi hiklaust kalla á afturbeygðu
merkinguna í flestum tilfellum. Sagan er þó ekki öll
því það fer eftir því hvað form
sögnin kýs sér hver blæbrigði hennar verða.
Ef notuð er miðmyndin kallar orðið á mun verklegri
og ómeðvitaðri fækkun fata, pínulítið
í anda þolmyndar. Hugsunarlaust klæðir manneskjan
sig úr fötunum þegar hún "afklæðist".
Einnig er hægt að hugsa sér lýsingu verknaðinum
sem staðreynd er utanaðkomandi lýsir, sem eitthvað er
"gerist" án þess að maður fái rönd við
reist. Til dæmis ef einhver bara hreinlega "afklæðist"
fyrir framan þig án þess að spyrja kóng eða
prest. Afturbeygða merkingin felur hins vegar í sér meiri
sjálfmeðvitund, og ef til við hægara ferli. Einföld
lýsing á afturbeygðri merkingu miðmyndar sagnarinnar
að "afklæða" væri því eftirfarandi: To
undress. A) -st = indicates the simple act of undressing. B) sig = the
same + may easily indicate some extra selfconsciousness.
((BIRTA sig)) >> BIRTAST BIRTA (noun) = brightness, light. BIRTA (v.) (active) exhibit, show >> (m.v.form nonexistent) >> (passive) appear A) -st = the active verb "to appear" proves to be semantically very passive if we look at it from the verb "to show". B) sig = (nonexistent) Tveir geta ekki birst hvor annan, svo að sú merking er úr sögunni, né heldur getur maður birt sjálfan sig. Þolmynd er borðleggjandi. Þannig heldur þetta áfram. Það sem mér finnst flott með þessa sögn er að hún sýnir okkur að merkingin "að koma í ljós" (appear) er hreinasta þolmynd af sögninni "að birta" (show), sem miðmyndarorðið að "birtast". * SÝNAST SÝNA e-ð/ e-n >> SÝNAST Þessi sögn er virkilega svæsið dæmi um hve margslungin tilfinning okkar fyrir miðmynd er. Reglur virðast algerlega á undanhaldi. Að sýna eitthvað er náskyld sögninni "að birta e-ð" en um leið og farið er í gegnum hin formin (miðm. og þolm.) virðist hún lúta allt öðrum lögmálum. Sögnin hefur til að mynda afturbeygt form (sýna sig) hin sögnin hafði ekki ("birta sig" virkar ekki), en sem slík er merking hennar þolmyndarmerking (náskyld því að "reynast" eða "sannast"). Þolmyndarformið er ekki síður merkilegt ("að sýnast", í merkingunni mér sýnist er um þolmynd að ræða. Eitthvað "er sýnt" mér.) Merkingarnar eru tvær. Annars vegar er um miðmyndarmerkingu að ræða (skyld orðinu "að þykjast", í merkingunni "að leika sig" á vissan hátt (sem hægt væri að gera grein fyrir sem "að sýna sig" án þess að merkingin taki nokkurn tímann það form). Hins vegar hefur þolmyndarformið einnig þolmyndarmerkingu ef við sögnina bætist "mér". "Mér sýnist eitthvað" (e-ð sýnist mér) merkir það sama og "að birtast" að viðbættum sjálflægari merkingarblæbrigðum (samanborið við hið tiltölulega hlutlæga "að birtast"). Í ljós kemur því að best er að gera grein fyrir þeim formum sem spinnast í kringum germyndarsögnina "að sýna" með tveimur farvegum. Að sýna >> að sýna sig >> (----) Að sýna >> (-------------) >> að sýnast Þetta er í raun tvær ólíkar sagnir sem koma undan sama germyndarforminu og taka á sig ólíka mynd. Önnur þeirra tekur á sig miðmyndarform með þolmyndarmerkingu, og öfugt!!! Miðmynd sagna er mjög áberandi í Íslensku. Við notum hana mikið og hikstalaust. Hún er mjög blæbrigðarík í notkun og tilfinning okkar fyrir henni er mjög skýr. Þegar við ætlum hins vegar að miðla af þeirri tilfinningu til annarra sem ekki eru svo "lánsamir" að fá tungumálið í vöggugjöf þá vandast málið. Hvað er það sem gerir miðmyndarsagnir að því sem þær eru? Einfaldast væri að segja sem svo að þær eru leiddar af sagnorðum, bæta við endingunni -st og breyta lítillega um merkingu þar með. Það að "fæðast", til að mynda, er dregið af sögninni að "fæða" og öðlast þar með þolmyndarmerkingu (sem hægt væri að umorða sem "að vera fæddur (af einhverjum)".). Annað sams konar dæmi er orðið að "týnast", sem með sama hætti þýðir að "vera týnt", dregið af germyndarsögninni "að týna". St-endingin gefur því til kynna að frumlagið í setningunni er í raun þolandinn, án þess að nokkur skýr gerandi komi í raun fram. Þessi útskýring er góð og gild svo langt sem hún nær, en því miður (eða sem betur fer kannski) þá kemur málnotandinn til með að rekast á aðrar miðmyndarsagnir sem standast ekki ofangreinda útskýringu. Dæmi um þetta eru sagnirnar: Að kyssast, að talast við, að snertast. Þessar miðmyndir gefa sagnorðinu ekki þolmyndarmerkingu heldur einhvers konar gagnvirka merkingu sem hægt væri að umorða með óákveðna fornafninu "hver annar". Dæmi: Að kyssa hvor annan, að tala hvor við annan, að snerta hvor annan. Miðmyndin er því fólgin að gerandi er jafnframt þolandi sömu aðgerðar af hendi þess sem er þolandi hans eigin. Þó svo að merkingarflokkarnir séu nú orðnir tveir nær þessi útskýring ekki yfir öll miðmyndarorð sem fyrirfinnast. Tökum orðið að "setjast" fyrir. Hér er greinilega um þriðju merkingu að ræða þar sem gerandinn er eigin þolandi, í svokallaðri aftubeygðri merkingu. Hann bókstaflega setur sjálfan sig niður þegar hann sest niður. Önnur orð sem notast eins eru: Leggja(st), segja(st), bjóða(st) og svo framvegis. Hér tel ég rétt að staldra við örlítið áður en lengra er haldið, því hér eftir er haldið út í óvissuna. Allar skýringartilraunir á miðmynd í íslensku hafa tekið tillit til þessara þriggja flokka. Um þá virðist ríkja einhugur. Þær miðmyndir sem ekki falla undir þessa þrjá flokka með skýrum hætti hins vegar hafa verið flokkaðar á ýmsa vegu eftir fræðimönnum. Hér vil ég því skoða nánar það sem við höfum í höndunum, því það er okkar besta verkfæri til að skilja það sem seinna kemur. Myndir sagna eru þrjár, germynd (gm), miðmynd (mm) og þolmynd (þm). Frumlag hverrar sagnar er að jafnaði gerandi, og sögnin því í germynd. Miðmynd felur í sér að gerandi og þolandi renna saman eða verða óljósir með einhverjum hætti í öllum þeim þremur flokkun sem almennt eru viðurkenndir. Afturbeygð mynd blandar geranda og þolanda í sömu persónu (ég sest), gagnvirk merking gerir geranda að þolanda samskonar athafnar af hans eigin þolanda (við snertumst), og þolmynd býr til þolanda úr frumlaginu án þess að skýr gerandi sé tilgreindur (hurðin lokast) Til að skilja hvað miðmynd raunverulega er er beinlínis nauðsynlegt að skoða tengslin á milli þessara þriggja flokka. Merkingarlega séð eru sagnorð athafnir, vettvangur breytingar. Með því að "ýta" veld ég breytingu á því sem ég ýti. Ég er hið svokallaða frumlag, og bíllinn sem ég ýti er andlag. Að jafnaði er frumlagið gerandi, sá sem framkallar breytinguna, og andlagið þiggjandi eða þolandi þeirra áhrifa sem athöfnin hefur. Ég breytist sjálfur ekkert við það að ýta, aðeins það sem er ýtt. Þannig get ég leikið mér með bílinn að vild. Ég get velt honum, mölvað hann, brennt hann, snúið honum, málað hann og hann verður að gjöra svo vel að þola það. Þessar sagnir eru eðlisfræðilegar. Næsti bær við þessar sagnir eru andlegar sagnir (hræða, svekkja, kæta, gleðja). Samband þolmyndar og germyndar er mun sterkara í eðlisfræðilegri aðgerð en andlegri því hin andlegu áhrif eru jafnan að einhverju leyti háð þolandanum. Þessir tveir merkingarhópar eru ekki alveg skýrt aðgreindir. Skörun á sér stað í sögnum eins og "særa" og "fæla". Að særa getur haft andlega merkingu, en er dregið af eðlisfræðilegri merkingu "að mynda sár". Með svipuðum hætti tengir sögnin "að fæla" flokkana tvo saman því hún gefur andleg áhrif til kynna, en þýðir í raun að hrekja burt, að hrinda frá. Aðrar sagnir: "Að borða, að snerta, að nota" eru athafnir sem að jafnaði gefa áhrif á geranda skýrt til kynna en ekki óhjákvæmilega. Maturinn er alltaf borðaður og andlitið er snert óháð áhrifum athafnarinnar á geranda. Svo skringilega sem það hljómar þá hefur athöfnin þó að jafnaði meiri áhrif á geranda en þolanda. Matnum er sama þó hann sé borðaður, og veggurinn breytist lítið við það að gerandi svali snertifýsn sinni. Hér er raunveruleg germynd og þolmynd mjög óljós. Athöfnin beinist skýrt að þolandanum, sem er 100% þolandi, en gerandinn gerir sjálfum sér athöfnina óhjákvæmilega að miklu eða litlu leyti. Svo eru til sagnir sem eru í eðli sínu afturvirkar. Þær kallast á málvísindalegu máli "áhrifslausar": að labba, að standa, að vera, að horfa Aðrar eru í eðli sínu þolmyndarsagnir: að detta, að brenna, að molna þar sem flokkunarkerfa sleppir og innsæið (að)laga, bylta, bæta, breyta, stinga (e-ð), bora (í e-ð), birta, dylja, fela, sýna, líkja, ræða, segja, fræða, blanda, drulla, skíta (út), fegra, bora (e-u), stinga (e-u), (af)klæða, brynja, (út)búa, blessa, bjarga, snerta, nota, borða, drekka, |